Vinsamlegast fylltu eyðublaðið til að fá frekari upplýsingar



    X

    Contents

    Dreymir þig um að losna við leiðinlega veðrið? Langar þig að flýja í nýtt umhverfi, jafnvel þó það sé bara í nokkra daga? Langar þig að segja bless við umferðarteppur og hávaða og njóta heitra sólargeisla á meðan mjúkur sandurinn leikur um fæturna með sjávarnið í bakgrunni? 

    Þetta hljómar vel, ekki satt? En hvert á þá að fara? 

    Hér gefum við þér fimm ástæður fyrir heimsókn til Orihuela Costa. Hvort sem þú ert að leita að áfangastað fyrir næsta frí eða jafnvel að hugsa um að flytja alfarið, þá er Orihuela Costa staðurinn fyrir þig!

    Útsýni yfir Orihuela Costa ströndina í Alicante (Spánn)
    Í Orihuela Costa eru 16 km af strandlengju, með úrvali af ströndum og hellum

    Veðrið í Orihuela Costa

    Ert þú að gefast upp á endalausum kulda og roki? Þá færum við þér fyrstu ástæðuna fyrir heimsókn til Orihuela Costa. Hlýtt veður og sólskin allan ársins hring!

    Orihuela Costa er staðsett í Alicante héraði á austurströnd Íberíuskagans, þar sem meðalhitinn er 17° og yfir 300 sólskinsdagar á ári. Að sjálfsögðu sjáum við einstaka rigningardaga sem við njótum heima undir teppi, en þeir dagar eru undantekning. Hér elskum við sólina og þegar við sjáum hana ekki, sem gerist sjaldan, söknum við hennar.

    Endalausar gylltar strendur við rólegt og tært haf.

    Við töluðum um sólina og hitann hér fyrir ofan og þá liggur beint við að nefna aðra ástæðu þess að Orihuela Costa er staðurinn fyrir þig, en það eru gylltu strendurnar.

    Í Orihuela Costa og allt í kring getur þú fundið strendur af hvaða stærð og gerð sem er. Allt frá sólarströndum fullum að iðandi mannlífi og fjöri til hulinna víka þar sem þú getur notið þín í friði frá öllu amstri.

    Á svæðinu eru 16 km af strandlengju þar sem öruggar strendur merktar með Q-gæðamerkinu tryggja þér góða skemmtun með fjölskyldunni eða notalegan flótta frá amstri dagsins.

    “La Zenia” ströndin í Orihuela Costa - Alicante (Spánn)
    “La Zenia” ströndin í Orihuela Costa – Alicante (Spánn)

    Matargerð miðjarðarhafsins

    Eftir að hafa notið sólarinnar á ströndinni og hungrið kallar til sín, þá er tilvalið að fá sér góðan mat og drykk. En hvernig er maturinn í Orihuela Costa?

    Við getum svarað þeirri spurningu með einu lýsingarorði: Frábær! Eftir þriðju ástæðuna áttu engra kosta völ, þú verður að koma og smakka ferska grænmetið og sjávarfangið.

    Góður cocido con pelotas, dásamlegur kalkúnapottréttur, okkar margrómaða paella, eða einn af okkar hefðbundu réttum: arroz y costra or arroz con costra. Þvílíkt lostæti og allt framleitt úr náttúrulegum vörum fengnum úr frjósömu matjurtagörðunum okkar.

    Ertu kannski meira fyrir fisk? Ekkert mál, hvað með góðan sjóbirting í salti eða sjávarfangs-paellu sem fær bragðlaukana til að dansa?

    Við erum að sjálfsögðu líka með mikið úrval af söltuðum kjötvörum og margverðlaunað sælgæti sem allt er framleitt í héraðinu. Ef þú ert mikið fyrir sætindi þá áttu von á góðu.

    Hungrar þig í meira? Allir bæir Alicante héraðsins eru örstutt frá okkur og er tilvalið að skoða hvað þeir bjóða upp á.

    Til að njóta gómsætrar sjávarfangs-paellu. Góð ástæða fyrir heimsókn til Orihuela Costa.
    Til að njóta sjávarfangs-paellu. Góð ástæða fyrir heimsókn til Orihuela Costa

    Saga, menning og tómstundir

    Eftir að hafa eytt deginum á ströndinni, borðað góðan mat og fengið þér notalegan blund (skyldunautn á Spáni), hvernig væri þá að fara á smá menningarrölt, eða jafnvel búðarráp? Nú erum við komin að ástæðu fjögur.

    Á svæðinu má finna hina ýmsu menningarauðgi, tómstundir og alls konar matargerð þar sem stutt er að fara á milli Orihuela, Alicante og Elche.

    Við mælum með að kíkja á Torre de Cabo Roig ef þig langar að fræðast nánar um sögu Orihuela Costa og svæðisins í kring. Á 15. öld var turninn notaður til að vara íbúa Orihuela við komu sjóræningja. Einnig er áhugavert að skoða rústir Santa Barbara kastalans sem standa glæsilegar við Miðjarðarhafið á Postiguet ströndinni. Af nógu er að taka ef þig langar í gott menningarrölt.

    Ef þig hins vegar langar frekar að versla þá máttu ekki láta La Zenia Boulevard verslanakjarnann, sem er sá stærsti á Miðjarðarhafssvæðinu, fram hjá þér fara.  Þar eru yfir 150 mismunandi verslanir ásamt breiðu úrvali af veitingastöðum og afþreyingu.

    Golfvellir. Eitt helsta aðdráttarafl Orihuela Costa
    Ef þú spilar golf þá verður þú að koma til Orihuela Costa. Þar finnur þú fjölda golfvalla sem allir fá frábæra dóma á samfélagsmiðlum. Vellirnir bíða allir eftir að þú komir og æfir sveifluna.

    Golf í Orihuela Costa

    Fimmta ástæðan sem við viljum nefna höfðar til íþróttamanneskjunnar í þér.

    Það er nefninlega þannig að ef þú spilar golf þá hreinlega verður þú að koma!  

    Fjölmargir mismunandi golfvellir bíða þess að þú komir og spilir þá. Vellirnir eru allir í næsta nágrenni hvers annars og fá allir frábæra dóma á Tripadvisor. Og ef það er ekki nóg þá eru vellirnir í Alicante, Aspe og Benidorm ekki langt undan.

    Gott veður og fjölbreytt umhverfi þar sem þú getur æft púttið sem hefur verið að stríða þér, er hægt að biðja um meira? Verður þitt næsta mót ekki örugglega spilað í Orihuela Costa?

    Hvernig hljómar Orihuela Costa fyrir þér eftir þessar fimm ástæður? Langar þig að kíkja í frí eða gætir þú jafnvel hugsað þér að búa hér? Ef svo er hverjum við þig til að taka stökkið, þú munt ekki sjá eftir því. Við hjá Euromarina erum með lausar eignir á La Zenia svæðinu. Viltu þakíbúð með útsýni eða íbúð með garði? Við erum með það sem þú vilt.

    Hafðu samband eða skoðaðu heimasíðuna okkar, þú munt örugglega finna fleiri ástæður fyrir því að koma til Orihuela Costa. Við erum að bíða eftir þér.

    Be part of club for living

    Logo Club for Living Euromarina
    Building Luxury Properties - Vivienda en la Costa Blanca - Euromarina

    Building luxury properties

    Urbanización Doña Pepa · Avda. Antonio Quesada, nº59 · 03170 Rojales (Alicante - España)

    Tel. (34) 902 111 777 · (34) 966 718 686 | Fax (34) 902 250 777 | info@euromarina.es

    © 2021 Euromarina · Lögfræðileg athugasemd · Persónuvernd · Vefkökur (Cookies)

    Logo avanza quality awards
    Logo homes magazines Spain
    Logo international star for quality
    Logo Belleveu best property agents 2012
    Logo certificado de calidad ISO

    Upplýsingar á vefsíðu eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Stærðir og fermetrafjöldi sem eru gefin upp eru viðmið og geta breyst af tæknilegum ástæðum. Upplýsingum getur verið breytt eða þær afturkallaðar án fyrirvara. Skattar og gjöld eru ekki innifalin.