Vinsamlegast fylltu eyðublaðið til að fá frekari upplýsingar



    X

    FAQs

    Af hverju spánn?

    faq-1

    Loftslag.

    Veðrið við Miðjarðarhafið gerir Spán að fullkomnum stað til að njóta sólarinnar allt árið. Með meðalhita 18 ° C á veturna og meira en 300 sólskinsdaga á ári, á Costa Blanca muntu njóta forréttinda veðurfarslega séð.

    Meiri lífsgæði.

    Spánn er eitt af þeim löndum sem hafa mestar lífslíkur, vegna frábærs veðurs, hágæða Miðjarðarhafs mataræðis og spænsks lífsstíls. Gleði, sól, ferskir ávextir og grænmeti, girnilegur fiskur, ólífuolía og gott vín eru innihaldsefnin til að fá afslappað og heilbrigt líf.

    Vegna menningar og landslags.

    Í gegnum söguna hafa nokkrar þjóðir og menningarheimar átt búsetu á Spáni og skilið eftir sig mikinn menningararf og margvíslegar hefðir og siði. Landið býður einnig upp á mjög mismunandi landslag, allt frá paradísarströndum til snjóþakinna fjalla sem eru hærri en 3.000 m.

    Vegna framfærslukostnaðar.

    Þrátt fyrir að þjónusta, innviðir og lífsgæði séu á margan hátt betri en annarra Evrópulanda, þá er verð undir evrópskum meðaltali, sem gerir Spán að góðum landi til að setjast að.

    Fjölskylda og gæludýr.

    faq-2

    Hafa fjölskyldumeðlimir mínir rétt til að búa hjá mér á Spáni?

    Já, ef þú hefur dvalarleyfi eiga fjölskyldumeðlimir þínir einnig rétt til að búa hjá þér á Spáni. Fjölskyldumeðlimir sem eiga þennan rétt eru: maki, börnin, afkomendur þeirra og þið þurfið að vera skráð á Spáni.

    Get ég tekið gæludýrið með mér?

    Til þess að hafa gæludýrið þitt með sér þarftu einfaldlega gæludýrapassa (ESB-gæludýra vegabréf). Þetta skjal, sem gildir fyrir hunda, ketti, er hægt að fá hjá dýralækninum þínum og til að fá það er nauðsynlegt að dýrið sé auðkennt með örflögu og að það sé bólusett gegn hundaæði.

    Dýr yngri en 3 mánaða geta ekki fengið vegabréf, svo til að flytja þau í gegnum ESB þarf leyfi frá aðildarríkinu.

    Kynningarferð

    faq-3

    Að festa sér eign er mikilvæg ákvörðun sem við verðum að vera viss um að sé rétt, vegna þess að kaupa eign erlendis getur verið flókið og áhættusamt.

    Hjá Euromarina erum við meðvituð um þetta og þess vegna viljum við bjóða þér að kynnast persónulega þeim eignum sem þú hefur áhuga á að skoða.

    Í hverri kynningarferð til okkar færðu persónulega þjónustu og við aðlögum heimókn þína að þeim eignum sem þú telur þig vilja skoða. Það tryggir að þú finnir þá eign sem þú óskar eftir að búa í. Ráðgjafar okkar munu kynna fyrir þér úrval eigna sem henta þínum þörfum best og fara með þig í skoðunarferðir um svæðið, þar sem umhverfi og lífstíll verður kynntur fyrir þér um leið. Staðsetninginn sem þú velur þér er alltaf lykilatriði þegar þú festir þér eign.

    Ef þú vilt skipuleggja heimsókn, vinsamlega fylltu út eyðublaðið og við munum hafa samband við þig fljótlega svo þú getir upplýst okkur um þá gerð heimilis sem þú ert að leita að og gefið okkur mögulegar dagsetningar fyrir persónulega heimsókn þína.

     

    Be part of club for living

    Logo Club for Living Euromarina
    Building Luxury Properties - Vivienda en la Costa Blanca - Euromarina

    Building luxury properties

    Urbanización Doña Pepa · Avda. Antonio Quesada, nº59 · 03170 Rojales (Alicante - España)

    Tel. (34) 902 111 777 · (34) 966 718 686 | Fax (34) 902 250 777 | info@euromarina.es

    © 2021 Euromarina · Lögfræðileg athugasemd · Persónuvernd · Vefkökur (Cookies)

    Logo avanza quality awards
    Logo homes magazines Spain
    Logo international star for quality
    Logo Belleveu best property agents 2012
    Logo certificado de calidad ISO

    Upplýsingar á vefsíðu eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Stærðir og fermetrafjöldi sem eru gefin upp eru viðmið og geta breyst af tæknilegum ástæðum. Upplýsingum getur verið breytt eða þær afturkallaðar án fyrirvara. Skattar og gjöld eru ekki innifalin.